Sá eini sem klappaði ekki fyrir Klopp (myndskeið)

Eitthvað virðist hafa grynnkað á því góða milli Jürgens Klopps …
Eitthvað virðist hafa grynnkað á því góða milli Jürgens Klopps og Darwins Núnez. AFP/Lindsey Parnaby

Jürgen Klopp stýrði sínum síðasta leik sem knattspyrnustjóri Liverpool í gær og var kvaddur með virktum á Anfield eftir 2:0-sigur á Úlfunum í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Leikmenn og starfsfólk Liverpool stóðu heiðursvörð fyrir Klopp og klöppuðu fyrir þýska stjóranum.

Það er, allir nema úrúgvæski sóknarmaðurinn Darwin Núnez.

Fátt fer framhjá haukfránum augum netverja og birti einn þeirra myndskeið af heiðursverðinum á X-aðgangi sínum þar sem sjá má frá fjórðu sekúndu hvernig Núnez virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að klappa fyrir Klopp.

Úrúgvæinn eyddi öllum ljósmyndum af sér í treyju Liverpool á Instagramaðgangi sínum í byrjun mánaðarins og þykir þetta tvennt renna stoðum undir að Núnez sé á förum frá félaginu í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert