Sitja þekktir leikmenn eftir með sárt ennið?

Marcus Rashford gæti misst af Evrópumótinu.
Marcus Rashford gæti misst af Evrópumótinu. AFP/Glyn Kirk

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari karlaliðs Englands, mun vera í erfiðleikum með að velja hópinn sinn fyrir Evrópumótið í fótbolta í Þýskalandi í sumar. 

Enska landsliðið hefur sjaldan verið eins vel mannað og mun hann þurfa að skilja nokkrar stjörnur eftir heima. 

Samkvæmt miðlum þarlendis mun Southgate setja varnarmenn í forgang og gætu því Jack Grealish, Marcus Rashford, James Maddison og Ivan Toney verið skildir eftir heima. 

Rashford og Grealish hafa ávallt verið í hópnum ef heilir undanfarin ár og hafa Maddison og Toney verið lykilmenn hjá sínum liðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert