Tottenham og Newcastle skildu jöfn

James Maddison skoraði fyrir Tottenham
James Maddison skoraði fyrir Tottenham AFP/Martin KEEP

Þrátt fyrir að ensku úrvalsdeildinni hafi lokið á sunnudaginn mættust Tottenham og Newcastle í æfingaleik í Melbourne í Ástralíu fyrir framan 78.000 manns í nótt.

Newcastle hafði betur í vítaspyrnukeppni eftir 1:1 jafntefli en James Maddison skoraði mark Tottenham og Alexander Isak jafnaði metin. Bryan Gil klikkaði á síðasta víti Spurs en Mark Gillespie varði vítaspyrnuna.

Leikurinn fór fram hinum sögufræga Melbourne Cricket Ground en þjálfari Tottenham, Ange Postecoglou, er alinn upp í Melbourne en hann spilaði fyrir og þjálfaði South Melbourne Hellas.

Miklir peningar og markaðstækifæri eru ástæða æfingaleikja á borð við þennan en flestir leikmenn enska boltans er komnir í sumarfrí eða að undirbúa sig fyrir landsleiki í byrjun júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert