Á leið til uppeldisfélagsins?

Adam Lallana varð Englandsmeistari með Liverpool.
Adam Lallana varð Englandsmeistari með Liverpool. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Adam Lallana gæti verið á leiðinni til uppeldisfélagsins Southampton á nýjan leik. 

Southampton tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir árs fjarveru á sunnudaginn með sigri á Leeds, 1:0, í úrslitaleik umspilsins á Wembley. 

Lallana var viðstaddur og fagnaði innilega en hann yfirgaf herbúðir Brighton er samningur hans rann út um daginn. 

Lallana gekk til liðs við Southampton aðeins 12 ára gamall og lék með unglingaliðum félagsins þar til hann þreytti frumraun sína með aðalliðinu árið 2006. 

Hann var hjá Southampton til 2014 en þá gekk hann til liðs við Liverpool. 

Lallana vann Meistaradeildina og ensku úrvalsdeildina með Liverpool en gekk til liðs við Brighton sumarið 2020. 

Í viðtali við SkSports ýjaði Lallana að endurkomu til uppeldisfélagsins. „Við sjáum til hvað gerist,“ sagði Lallana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka