Dani tekur við enska liðinu

Sá danski stoltur.
Sá danski stoltur. Ljósmynd/Norwich City

Enska knattspyrnufélagið Norwich hefur ráðið Danann, Johannes Hoff, á þriggja ára samning sem aðalþjálfara liðsins. 

David Wagner, fyrrverandi þjálfari liðsins, var látinn fara frá liðinu eftir 4:0-tap gegn Leeds í undanúrslitum umspils í B-deildinni á Englandi.

Johannes Hoff var sóttur frá danska liðinu Nordsjælland en liðið endaði í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.   

Norwich endaði í 6. sæti ensku B-deildarinnar með 73 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert