Bellingham til Lundúna?

Jobe Bellingham leikur með Sunderland.
Jobe Bellingham leikur með Sunderland. AFP/Paul Ellis

Enska knattspyrnufélagið Brentford hefur mikinn áhuga á að fá til sín miðjumanninn Jobe Bellingham frá Sunderland. Bellingham er aðeins 18 ára gamall.

Leikmaðurinn lék 45 leiki með Sunderland í B-deildinni á síðustu leiktíð, skoraði sjö mörk og lagði upp eitt til viðbótar.

Hann er yngri bróðir Jude Bellingham sem leikur með Real Madrid og enska landsliðinu.

The Athletic greinir frá að Brentford muni leggja fram tilboð í Bellingham í sumar, en ekki er víst hve mikið hann mun kosta Lundúnafélagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert