Barkley verður leikmaður Villa

Ross Barkley verður leikmaður Aston Villa.
Ross Barkley verður leikmaður Aston Villa. AFP/Darren Staples

Aston Villa hefur náð samkomulagi við Luton um kaup á enska knattspyrnumanninum Ross Barkley. 

Barkley mun ganga til liðs við Villa í júlí fyrir fimm milljónir punda samkvæmt Fabrizio Romano. 

Barkley er þekkt nafn í enska boltanum en eftir nokkur slæm ár átti hann endurnýjun lífdaga með Luton á nýliðnu tímabili, þrátt fyrir að liðið hafi fallið. 

Barkley lék áður með Villa, tímabilið 2020-2021. Þá ólst hann upp hjá Everton og lék einnig með Chelsea. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert