Knattspyrnustjórinn Michael Carrick hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við enska félagið Middlesbrough.
Carrick gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United á árunum 2006 til 2018 en eftir leikmannaferilinn snéri hann sér að þjálfun.
Carrick stýrði United í tveimur leikjum eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn veturinn 2021.
Tók hann við Middlesbrough í október 2022 og hefur stýrt liðinu síðan.