Enska C-deildarliðið Burton Albion hefur verið selt til hóps fjárfesta frá Norðulöndum en í yfirlýsingu félagsins þar sem tilkynnt er um eigendaskiptin kemur fram að Íslendingar séu á meðal fjárfestanna.
Norðmaðurinn Ole Jakob Strandhagen verður stjórnarformaður en hann var áður í stjórn Molde í Noregi. Benedikt Hareide, sonur landsliðsþjálfara Íslands, Åge Hareide, verður yfirmaður knattspyrnumála hjá Burton.
Íslendingar hafa áður átt hluti í ensku fótboltaliðunum Stoke City og West Ham United.