City höfðar mál gegn ensku úrvalsdeildinni

Manchester City er Englandsmeistari síðustu fjögurra ára.
Manchester City er Englandsmeistari síðustu fjögurra ára. AFP/Oli Scarff

Enska knattspyrnufélagið Manchester City, Englandsmeistari síðustu fjögurra ára, hefur höfðað mál gegn ensku úrvalsdeildinni vegna fjárhagsreglna deildarinnar.

Breska dagblaðið The Times greinir frá. Forráðamenn félagsins vilja meina að hluti af fjárhagsreglum deildarinnar séu ólögmætar og þá sér í lagi að óheimilt sé að félög fái auglýsingatekjur frá fyrirtækjum sem eigendur félaganna eiga.

Eins og sakir standa má City t.a.m. ekki hafa auglýsingatekjur af því að auglýsa fyrirtæki í eigu eigenda félagsins. Fara forráðamenn City fram á að reglan verði lögð niður, sem og að enska úrvalsdeildin greiði félaginu skaðabætur vegna tekjumissis. 

Málið verður tekið fyrir mánudaginn 10. júní og munu málaferlin standa yfir í um tvær vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert