Enska lið Íslendinganna ræður þjálfara frá Chelsea

Mark Robinson var þjálfari U21 árs liðs Chelsea.
Mark Robinson var þjálfari U21 árs liðs Chelsea. AFP/Henry Nicholls

Enska C-deildarfélagið Burton Albion, sem hópur fjárfesta frá Norðurlöndum keypti, hefur ráðið nýjan þjálfara. 

Mark Robinson tekur við liðinu en hann var áður þjálfari U21 árs liðs Chelsea. 

Íslendingar voru meðal þeirra sem keyptu félagið 

Norðmaður­inn Ole Jakob Strand­hagen verður stjórn­ar­formaður en hann var áður í stjórn Molde í Nor­egi. Bene­dikt Harei­de, son­ur landsliðsþjálf­ara Íslands, Åge Harei­de, verður yf­ir­maður knatt­spyrnu­mála hjá Burt­on.

Íslend­ing­ar hafa áður átt hluti í ensku fót­boltaliðunum Stoke City og West Ham United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert