Gamall refur arftaki Kompany?

Alan Pardew gæti orðið næsti knattspyrnustjóri Burnley.
Alan Pardew gæti orðið næsti knattspyrnustjóri Burnley. AFP

Alan Pardew gæti orðið nýi knattspyrnustjóri karlaliðs enska knattspyrnufélagsins Burnley. 

Burnley hefur sett sig í samband við Pardew en Vincent Kompany, fyrrverandi stjóri félagsins, fékk nýtt starf hjá Bayern München á dögunum. 

Pardew er þaulreyndur þjálfari en á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni stýrði hann Newcastle, Crystal Palace, West Brom og West Ham. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert