Alan Pardew gæti orðið nýi knattspyrnustjóri karlaliðs enska knattspyrnufélagsins Burnley.
Burnley hefur sett sig í samband við Pardew en Vincent Kompany, fyrrverandi stjóri félagsins, fékk nýtt starf hjá Bayern München á dögunum.
Pardew er þaulreyndur þjálfari en á sínum tíma í ensku úrvalsdeildinni stýrði hann Newcastle, Crystal Palace, West Brom og West Ham.