Pirrandi að hafa ákærurnar yfir okkur

Khaldoon Al-Mubarak stjórnarformaður og Pep Guardiola fagna enska meistaratitlinum árið …
Khaldoon Al-Mubarak stjórnarformaður og Pep Guardiola fagna enska meistaratitlinum árið 2022. AFP/Oli Scarff

Khaldoon Al-Mubarak, stjórnarformaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City, segir það pirrandi að hafa 115 ákærur ensku úrvalsdeildarinnar vegna brota á fjármálareglum hangandi yfir félaginu.

Meint brot snúa all­flest að fjár­hags­stöðu Man. City þar sem fé­lag­inu er gefið að sök að hafa ýkt tekj­ur sín­ar, sér í lagi frá styrkt­araðilum, í bók­haldi þess mörg und­an­far­in ár.

Einnig snúa þau að tengd­um aðilum, til að mynda fyr­ir­tækj­um sem virðast ná­tengd eig­end­um Man. City frá Abú Dabí, og rekstr­ar­kostnaði fé­lags­ins.

Fari svo að Man. City verði fundið sekt um þessi brot get­ur liðið staðið frammi fyr­ir því að vera dæmt niður um deild eða deild­ir og að Eng­lands­meist­ara­titl­ar þess, að minnsta kosti nokkr­ir þeirra, verði tekn­ir af þeim.

Ávallt pirrandi að ákærurnar séu nefndar

Meint brot vegna tengdra aðila verða tekin fyrir í gerðardóm síðar í þessum mánuði og hin brotin verða svo tekin fyrir með haustinu.

„Auðvitað er þetta pirrandi. Það að þessar ákærur séu sífellt nefndar er ávallt pirrandi. Ég finn til með stuðningsfólki okkar og öllum sem tengjast félaginu að ákærurnar séu sífellt nefndar.

Þetta er að taka lengri tíma en allir hefðu vonað en það er ferli sem við þurfum að fara í gegnum. Ég hef alltaf sagt að það skuli dæma okkur af staðreyndum en ekki fullyrðingum og mótfullyrðingum,“ sagði Al-Mubarak í samtali við heimasíðu Man. City.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert