Liverpool goðsögnin alvarlega veik

Alan Hansen.
Alan Hansen. Ljósmynd/Liverpoolfc.com

Alan Hansen, knattspyrnugoðsögn og fyrrverandi fyrirliði Liverpool, er alvarlega veikur á spítala. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Liverpool á samfélagsmiðlinum X í dag.

Hansen lék með Liverpool í 14 ár og á 620 leiki með félaginu sem gerir hann að einum af tíu leikjahæstu leikmönnum í sögu Liverpool. Hann á einnig 26 leiki að baki með skoska landsliðinu og spilaði meðal annars með þeim á HM á Spáni árið 1982.

Eftir ferilinn var Hansen einn helsti sparkspekingur Bretlands á BBC og var hann í sjónvarpinu í 20 ár eða til ársins 2014.

Ekki er vitað hvernig veikindi Hansen er að glíma við en hægt er að sjá færslu Liverpool á samfélagsmiðlinum X hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert