Matt Upson, fyrrverandi varnarmaður enska landsliðsins í fótbolta, var allt annað en sáttur við frammistöðu Englands gegn Íslandi á Wembley-leikvanginum síðasta föstudagskvöld.
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði sigurmarkið í sigri Íslands, 1:0.
Leikurinn var sá síðasti hjá enska landsliðinu fyrir Evrópumótið í Þýskalandi sem hefst á föstudaginn. Fyrsti leikur Englands er gegn Serbíu á sunnudaginn.
Upson var til viðtals hjá BBC eftir leik.
„Þetta var í raun frekar dapurt. Það var erfitt að horfa á leikinn og ekki gott að fara inn í stórmót svona,“ sagði Upson meðal annars.