Yngsti knattspyrnustjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar

Fabian Hürzeler stýrði St. Pauli upp í efstu deild Þýskalands …
Fabian Hürzeler stýrði St. Pauli upp í efstu deild Þýskalands á síðustu leiktíð. Ljósmynd/St. Pauli

Þjóðverjinn Fabian Hürzeler er nýr knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Brighton & Hove Albion.

Hürzeler gerir þriggja ára samning við liðið en hann er aðeins 31 árs gamall og er yngsti knattspyrnustjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann tekur við liðinu eftir að Roberto De Zerbi hætti sem knattspyrnustjóri liðsins eftir síðasta tímabil.

Hürzeler kom þýska liðinu St Pauli upp í efstu deild á síðasta tímabili en mun hefja nýtt starf um leið og hann fær atvinnuleyfi.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert