Áhugi frá Manchesterborg

Xavi Simons í leik með hollenska landsliðinu í dag.
Xavi Simons í leik með hollenska landsliðinu í dag. AFP/John Macdougall

Ungi Hollendingurinn Xavi Simons hefur fengið mikinn áhuga frá stórliðunum Manchester United og Manchester City samkvæmt franska miðlinum L‘Equipe.

Simons er leikmaður PSG í Frakklandi en hann var á láni hjá þýska liðinu RB Leipzig á síðasta tímabili. Hann átti fínasta tímabil með þýska liðinu, með átta mörk og 11 stoðsendingar í 32 byrjunarliðsleikjum. 

Manchester-liðin eru ekki einu sem hafa sýnt Simons áhuga en talið er að Arsenal og Bayern München hafi einnig áhuga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert