Vissi af viðræðum við aðra stjóra

Erik ten Hag.
Erik ten Hag. AFP/Ben Stansall

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur skýrt opinberlega frá því að hann hafi vitað af viðræðum sem áttu sér stað á milli Manchester United og annarra stjóra, þar á meðal Thomas Tuchel. 

„Manchester United hefur sagt mér að liðið hafi átt viðræður við Thomas Tuchel,“ sagði ten Hag í viðtali við NPO.  

Í miðri viku kom í ljós að ten Hag myndi vera áfram stjóri United á næsta tímabili en hann tók við liðinu fyrir tveimur árum.

„Á endanum komust þeir að þeirri niðurstöðu að þeir væru nú þegar með besta stjórann.“  

Fyrirtækið INEOS, sem á hluta í Manchester United, telur að ten Hag sé rétti maðurinn til að leiða Manchester United áfram á næstu árum.

„Við höfum átt góðar samræður og voru hin ýmsu mál rædd. Eitt af því var framlenging á samningnum en við eigum enn eftir að ná samkomulagi,“ sagði ten Hag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert