Knattspyrnumaðurinn ungi Pedro Lima er á leiðinn til Wolves frá brasilíska félaginu Sport Recife.
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greindi frá fyrir nokkrum dögum að Lima væri á leiðinni til Chelsea.
Nú er hins vegar ljóst að hann fari til Wolves en Lima er 17 ára gamall bakvörður. Brasilíska félagið gaf frá sér yfirlýsingu að Lima væri á leiðinni til Wolves.