Fyrsti leikur tímabilsins á Old Trafford

Bikarmeistarar Manchester United hefja tímabilið á heimaleik við Fulham.
Bikarmeistarar Manchester United hefja tímabilið á heimaleik við Fulham. AFP/Oli Scarff

Manchester United mætir Fulham á Old Trafford í fyrsta leik nýs tímabils í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu föstudagskvöldið 16. ágúst.

Manchester City hefur titilvörnina með útileik gegn Chelsea í Lundúnum sunnudaginn 18. ágúst og Ipswich tekur á móti Liverpool í fyrsta úrvalsdeildarleik sínum í 22 ár laugardaginn 17. ágúst.

Niðurröðun tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni var birt í morgun og þessir leikir eru í fyrstu umferð:

Föstudagur 16. ágúst:
Manchester United - Fulham

Laugardagur 17. ágúst:
Ipswich - Liverpool
Arsenal - Wolves
Everton - Brighton
Newcastle - Southampton
Nottingham Forest - Bournemouth
West Ham - Aston Villa

Sunnudagur 18. ágúst:
Brentford - Crystal Palace
Chelsea - Manchester City

Mánudagur 19. ágúst:
Leicester - Tottenham

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert