Slot skýtur á Klopp

Arne Slot.
Arne Slot. AFP/Bart Stoutjesdijk

Fyrsti deildarleikur Liverpool undir stjórn Arne Slot verður gegn Ipswich laugardaginn 17. ágúst en það verður fyrsti leikur dagsins, eitthvað sem fór gríðarlega í taugarnar á forvera Slot, Jürgen Klopp.

„Mér er sagt að leikurinn verði í hádeginu. Eins og ég skil það hefur Jürgen kvartað mikið yfir því. Þeir hafa kannski hugsað með sér að fyrst Klopp væri farinn mættu þeir setja Liverpool-leiki á laugardagshádegi í friði,“ sagði Slot í gamansömum tón.

„Ég hlakka til. Þetta er gegn nýliðum þannig að þetta verður sérstakur dagur fyrir mótherja okkar líka,“ bætti Hollendingurinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert