Van Nistelrooy nálgast Burnley

Ruud Van Nistelrooy og Patrick Viera ræða málin í frægum …
Ruud Van Nistelrooy og Patrick Viera ræða málin í frægum leik. AFP

Hollenski markahrókurinn Ruud Van Nistelrooy verður að öllum líkindum næsti knattspyrnustjóri Burnley. Van Nistelrooy hefur verið án starfs í heilt ár en hann þjálfaði síðast PSV Eindhoven.

Vincent Kompany yfirgaf Burnley eftir fall liðsins úr ensku úrvalsdeildinni í vor og tók við Bayern München. De Telegraaf greinir frá því að Manchester United-goðsögnin sé í viðræðum við félagið og muni skrifa undir á næstu dögum.

Jóhann Berg Guðmundsson er á förum frá Burnley í sumar að öllum líkindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert