Chelsea staðfestir kaupin á Willian

Estevao Willian í leik með Palmeiras.
Estevao Willian í leik með Palmeiras. AFP/Eitan Abramovich

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur tilkynnt kaupin á unga Brasilíumanninum Estevao Willian frá Palmeiras í Brasilíu. Talið er að félagið greiði 29 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Willian er kantmaður fæddur árið 2007 og er talinn vera einn efnilegasti leikmaður landsins. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö í 10 leikjum í brasilísku A-deildinni. 

Brasilíumaðurinn kemur næsta sumar til Chelsea og mun leika áfram með Palmeiras í Brasilíu á næsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert