Frá falli í Frakklandi til Englands

Régis Le Bris tekur við Sunderland.
Régis Le Bris tekur við Sunderland. Ljósmynd/Sunderland

Mike Dodds stýrði enska B-deildarliðinu í fótbolta, Sunderland, til bráðabirgða út tímabilið þegar Michael Beale var rekinn sem knattspyrnustjóri liðsins í febrúar.

Nú hefur loksins verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri en Régis Le Bris tekur við liðinu. Hann stýrði franska liðinu Lorient á síðasta tímabili sem lenti í 17. sæti og féll úr efstu deild.

Hann var knattspyrnustjóri liðsins frá 2022 til 2024 og gerir nú þriggja ára samning við Sunderland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert