Arsenal á eftir framherja Stuttgart

Mikel Arteta er í framherjaleit
Mikel Arteta er í framherjaleit AFP/JUSTIN TALLIS

Serhou Guerassy hefur ákveðið að yfirgefa Stuttgart í sumar. Guerassy skoraði 28 mörk í jafnmörgum deildarleikjum í vetur er orðaður við Arsenal, AC Milan og Borussia Dortmund.

Arsenal er í framherjaleit og sýndu Slóvakanum Benjamin Sesko áhuga fyrr í sumar en sá ákvað að halda tryggð við RB Leipzig. Guerassy er ekki ósvipaður en hann er hávaxinn og öflugur skallamaður líkt og Sesko.

Guerassy er fæddur í Frakklandi en spilar fyrir Gíneu, hann er 28 ára gamall og 187 sentimetrar á hæð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert