Nistelrooy til United í stað Burnley

Guðni Bergsson og Ruud van Nistelrooy í harðri baráttu um …
Guðni Bergsson og Ruud van Nistelrooy í harðri baráttu um knöttinn. Ljósmynd/Gettyimages

Hollendingurinn Ruud van Nistelrooy mun aðstoða Erik ten Hag hjá Manchester United. Nistelrooy var nálægt því að taka við Burnley en snerist hugur þegar tækifærið að snúa aftur á Old Trafford kom upp.

Van Nistelrooy er samkvæmt hollenskum fjölmiðlum spenntur fyrir því að vinna með ten Hag og snúa aftur til félagsins sem hann gerði garðinn frægan hjá sem leikmaður. Markahrókurinn fyrrverandi var talinn vera kominn langt í samningaviðræðum við Burnley um að taka við starfi Vincent Kompany sem knattspyrnustjóri liðsins.

Van Nistelrooy spilaði fyrir Manchester liðið frá 2001 til 2006 og raðaði inn mörkunum. Að ferlinum loknum hefur hann starfað sem aðstoðarþjálfari hollenska landsliðsins og unnið mörg störf fyrir PSV Eindhoven, þar á meðal sem knattspyrnustjóri félagsins í eitt ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert