Tekur Íslandsvinurinn við Burnley?

Bo Henriksen gæti farið frá Mainz til Burnley.
Bo Henriksen gæti farið frá Mainz til Burnley.

Daninn Bo Henriksen, fyrrverandi leikmaður Vals, Fram og ÍBV, gæti orðið næsti knattspyrnustjóri enska félagsins Burnley sem féll úr úrvalsdeildinni í vor.

Henriksen gerði það gott með Mainz í Þýskalandi í vetur þegar hann hélt liðinu upp í efstu deild. Liðið fékk 23 stig í síðustu 13 leikjunum á tímabilinu undir hans stjórn, eftir að félagið fékk hann frá Zürich í Sviss.

Staðarfjölmiðillinn Lancashire Telegraph segir að Henriksen sé einn af efstu mönnum á blaði hjá forráðamönnum Burnley, ásamt Scott Parker, Carlos Corberan og Liam Rosenior, eftir að Ruud van Nistelrooy hafnaði því að taka við starfinu.

Daninn Henrik Jensen hefur verið ráðinn aðstoðarstjóri hjá Burnley en hann var Bo Henriksen til aðstoðar hjá Midtjylland í Danmörku tímabilið 2021-22.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert