Barcelona að kaupa leikmann Hull

Camp Nou er heimavöllur Barcelona
Camp Nou er heimavöllur Barcelona

Kantmaðurinn Jaden Philogen, leikmaður Hull City á Englandi, er undir smásjá spænska stórveldisins Barcelona. Philogen er varaáætlun Börsunga nái þeir ekki að krækja í Nico Williams frá Athletic Bilbao.

Philogen sló í gegn með Hull í ensku B deildinni á tímabilinu en hann skoraði tólf mörk og gaf sex stoðsendingar á tímabilinu. Barcelona er þekkt fyrir að versla úr efstu hillu og því kemur á óvart að leikmaður úr næstefstu deild sé orðaður við Katalóníufélagið.

Philogen á fjóra leiki fyrir U21 árs landslið Englendinga og yrði líklega lánaður til Barcelona og samið yrði um kaupverð fyrirfram, vilji Barcelona kaupa leikmanninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert