Chelsea kaupir rándýran ungling

Enzo Maresca fær nýjan leikmann
Enzo Maresca fær nýjan leikmann AFP/Glyn KIRK

Enska úrvalsdeildarliðið Chelsea hefur fest kaup á Omari Kellyman frá Aston Villa. Kaupverðið er nítján milljónir punda en Kellyman hefur einungis leikið tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Félagaskiptamógúllinn Fabrizio Romano greinir frá þessu og segir þennan átján ára gamla sóknarmann gera sex ára samning við Lundúnarliðið. 

Enzo Maresca tók við stjórnartaumunum á Stamford Bridge í byrjun mánaðarins en Kellyman eru fyrstu kaup Chelsea síðan tilkynnt var um komu Maresca.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert