Everton kaupir framherja

Iliman Ndiaye skorar sigurmark Sheffield United fyrir tveimur árum síðan
Iliman Ndiaye skorar sigurmark Sheffield United fyrir tveimur árum síðan AFP/Oli Scarff

Senegalinn Iliman Ndiaye er á leið til Everton frá franska liðinu Marseille. Ndiaye lék áður fyrir Sheffield United en hefur átt erfitt uppdráttar í Frakklandi síðan hann skipti þangað fyrir ári síðan.

Kaupverðið er talið vera tuttugu milljónir evra en fleiri lið voru á eftir kappanum, þar á meðal Crystal Palace. Ndioye entist bara eitt tímabil í Suður-Frakklandi en síðasta tímabil var erfitt fyrir félagið sem endaði í áttunda sæti undir stjórn þriggja mismunandi þjálfara.

Everton hefur þegar fjárfest í Tim Iroegbunam frá Aston Villa og framlengt lánssamning Jack Harrison frá Leeds um eitt ár. Að auki hefur hinn 39 ára gamli Ashley Young framlengt samning sinn við félagið um eitt ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert