Forest styrkir sig

Eric da Silva Moreira er genginn til liðs við Nottingham …
Eric da Silva Moreira er genginn til liðs við Nottingham Forest. Ljósmynd/@NFFC

Enska knattspyrnufélagið Nottingham Forest hefur fest kaup á þýska táningnum Eric da Silva Moreira frá þýska félaginu St. Pauli.

Da Silva Moreira, sem er 18 ára gamall, skrifar undir fjögurra ára samning við Forest, sem gildir til sumarsins 2028.

Hann leikur sem vængbakvörður eða vængmaður og lék sinn fyrsta leik fyrir St. Pauli á nýafstöðnu tímabili þegar liðið tryggði sér sigur í þýsku B-deildinni og leikur á meðal þeirra bestu að nýju eftir 13 ára fjarveru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert