Gætu selt nafn Old Trafford

Old Trafford er kominn til ára sinna.
Old Trafford er kominn til ára sinna. AFP/Darren Staples

Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi enska knattspyrnufélagsins Manchester United, leitar nú leiða til að fjármagna endurbætur á Old Trafford vellinum eða jafnvel að byggja nýjan heimavöll fyrir Rauðu djöflana.

Old Trafford leikvangurinn er sögufrægur enda verið heimavöllur United síðan 1910 en hann er kominn til ára sinna. Í mikilli rigningu í vor lak mikið vatn í gegnum göt í þaki stúkunnar og endurnýjun á innviðum því löngu tímabær.

Ratcliffe hefur ekki í hyggju að losa sig við nafnið Old Trafford en nafn fyrirtækis eða styrktaraðila gæti komið framan eða aftan við nafn vallarins.

Old Trafford tekur 74 þúsund manns í sæti rúmlega og er gjarnan kallaður leikhús draumanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert