Kvennaliðinu úthýst fyrir karlana

Manchester United eru bikarmeistarar karla og kvenna á Englandi.
Manchester United eru bikarmeistarar karla og kvenna á Englandi. AFP/JUSTIN TALLIS

Kvennaliði Manchester United í knattspyrnu hefur verið gert að færa sig úr búningsklefa liðsins og í bráðabirgðaskúra svo karlaliðið geti notað klefann á meðan unnið er að lagfæringum á aðstöðu karlaliðsins.

Aðstaða karlaliðsins á Carrington-æfingasvæðinu verður stórbætt en gert er ráð fyrir að framkvæmdir klárist næsta sumar. Síðasta sumar var ný aðstaða kvennaliðsins og akademíunnar vígð en sú framkvæmd kostaði tíu milljónir punda.

Samkvæmt Guardian urðu margir leikmenn og starfsfólk kvennaliðsins fyrir vonbrigðum með fréttirnar að liðið þyrfti að víkja fyrir karlaliðinu en öll aðstaða, fundarherbergi og klefar verða í bráðabirgðahúsnæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert