Chelsea fær spennandi leikmann

Marc Guiu er 18 ára gamall framherji.
Marc Guiu er 18 ára gamall framherji. AFP/Josep Lago

Spænski knattspyrnumaðurinn Marc Guiu, leikmaður Barcelona í 1. deild á Spáni, er að fara í enska knattspyrnufélagið Chelsea.

Þetta tilkynnti hinn áreiðanlegi Fabrizio Romano í dag en Guiu er 18 ára framherji og var alinn upp í akademíu Barcelona og fékk að spreyta sig með aðalliðinu á þessu tímabili.

Guiu spilaði aðeins þrjá leiki í spænsku deildinni á þessu tímabili en í hans fyrsta leik fyrir Barcelona skoraði hann sigurmark liðsins gegn Athletic Bilbao.

Hann spilaði aðeins tvo leiki í Meistaradeild Evrópu. Skoraði hann einnig þar en hann skoraði annað mark Barcelona í 3:2 -tapi gegn Royal Antwerp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert