Fer frá Everton til Atalanta

Ben Godfrey vinnur skallaeinvígi í leik með Everton.
Ben Godfrey vinnur skallaeinvígi í leik með Everton. AFP/Nigel Roddis

Ítalska knattspyrnufélagið Atalanta hefur fest kaup á enska varnarmanninum Ben Godfrey frá Everton.

Sky Sports greinir frá þessu og segir að kaupverðið sé rúmar 10 milljónir punda.

Godfrey er 26 ára gamall og kom til Everton frá Norwich fyrir fjórum árum og á að baki 82 leiki fyrir félagið í úrvalsdeildinni. Þá hefur hann spilað tvo A-landsleiki fyrir Englands hönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert