Hollendingurinn til Aston Villa

Ian Maatsen er landsliðsmaður Hollands.
Ian Maatsen er landsliðsmaður Hollands. AFP/Ina Fassbender

Aston Villa gekk í kvöld frá kaupum á hollenska bakverðinum Ian Maatsen frá Chelsea fyrir 35 milljónir punda.

Maatsen er 22 ára gamall og var í láni hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi seinni hluta síðasta tímabils og spilaði með liðinu úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid.

Hann er í hollenska landsliðinu sem leikur á EM og mætir Rúmeníu í sextán liða úrslitunum á þriðjudagskvöldið.

Maatsen hefur verið í röðum Chelsea í fimm ár, hann kom þangað 17 ára gamall frá PSV Eindhoven, og hefur verið í láni hjá Charlton, Coventry, Burnley og síðast Dortmund. Hann spilaði aðeins 16 leiki fyrir Chelsea.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert