Markmaðurinn yfirgefur United

Mary Earps var valin besti markvörður HM 2023.
Mary Earps var valin besti markvörður HM 2023. AFP/Franck Fife

Mary Earps, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins er á förum frá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United.

Earps er 31 árs gömul og spilaði 125 leiki fyrir United og hefur haldið oftast hreinu á einu tímabili í deildinni.

Hún var bikarmeistari með United á síðasta tímabili en samningurinn hennar rann út í sumar og hún náði ekki samkomulagi við liðið um nýjan.

Hún er Evrópumeistari með enska landsliðinu og er aðalmarkmaður liðsins.

Earps er líklegast að fara til franska stórveldisins PSG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert