Ungstirni Leeds til Brentford?

Archie Gray gæti farið til Brentford
Archie Gray gæti farið til Brentford AFP/Adrian Dennis

Leeds United hefur samþykkt kauptilboð Brentford í miðjumanninn Archie Gray. Gray er átján ára gamall og var í lykilhlutverki hjá Leeds á tímabilinu en stærri lið en Brentford hafa verið orðuð við leikmanninn unga.

Samkvæmt fréttastofu Sky hefur Brentford í hyggju að drífa kaupin af áður en stærri félög blanda sér í baráttuna en ekki er vitað hvort leikmaðurinn hafi samþykkt samingstilboð frá Lundúnarliðinu.

Brentford hafnaði í sextánda sæti úrvalsdeildarinnar á tímabilinu en Leeds féll úr leik í umspili um sæti í úrvalsdeildinni í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert