Lykilleikmaður Leicester til Chelsea

Kiernan Dewsbury-Hall að fagna marki sem hann skoraði fyrir Leicester.
Kiernan Dewsbury-Hall að fagna marki sem hann skoraði fyrir Leicester. AFP/Oli Scarff

Kiernan Dewsbury-Hall, sem spilaði með Leicester City í B-deild á Englandi á síðasta tímabili er á förum til Chelsea.

Dewsbury-Hall er miðjumaður og þekkir ensku úrvalsdeildina vel og hefur spilað tvö tímabil þar með Leicester.

Hann skoraði 12 mörk og lagði upp 14 í deildinni á síðasta tímabili með Leicester en ætlar ekki að taka slaginn með liðinu sem tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert