Barkley áfram í úrvalsdeildinni

Ross Barkley fagnar marki fyrir Luton.
Ross Barkley fagnar marki fyrir Luton. AFP/Darren Staples

Aston Villa lætur mikið að sér kveða í leikmannamálum þessa dagana og í dag samdi félagið við enska knattspyrnumanninn Ross Barkley sem lék með Luton í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Barkley er þrítugur miðjumaður og lék áður með Villa tímabilið 2020-21. Hann var annars í röðum Everton frá barnæsku til ársins 2018 og síðan í röðum Chelsea í fjögur ár þar sem hann var eitt tímabil í láni hjá Villa.

Hann spilaði síðan með Nice í Frakklandi tímabilið 2022-23.

Barkley spilaði 32 leiki með Luton í úrvalsdeildinni síðasta vetur og skoraði fimm mörk. Hann hefur leikið 33 landsleiki fyrir Englands hönd og skorað í þeim sex mörk en hefur ekki spilað með landsliðinu í fimm ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert