Burnley vill landsliðsþjálfara Dana

Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Burnley á síðasta tímabili.
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Burnley á síðasta tímabili. AFP/Darren Staples

Þjálfaraleit Burnley heldur áfram en hægt hefur gengið að ráða eftirmann Vincent Kompany sem tók við Bayern München eftir fall Burnley úr ensku úrvalsdeildinni í vor. Nú er Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana, orðaður við félagið.

Hjulmand á tvö ár eftir af samningi sínum við danska knattspyrnusambandið en samkvæmt enskum fjölmiðlum er hann með samningstilboð frá Burnley. Ruud van Nistelrooy, Craig Bellamy og Bo Henriksen hafa einnig verið nefndir til sögunnar.

Hjulmand tók við starfi Åge Hareide sem landsliðsþjálfari árið 2020 en áður gerði hann FC Nordsjælland að dönskum meisturum og stoppaði stutt við hjá Mainz í þýsku 1. deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert