Miðjumaður Leeds United, Archie Gray skrifar undir hjá Tottenham á næstunni en úrvalsdeildarliðið hefur náð samkomulagi við leikmanninn og félag hans samkvæmt félagskiptainnherjanum Fabrizio Romano.
Gray var nálægt því að ganga til liðs við Brentford en Tottenham tróð sér fram fyrir nágranna sína í Lundúnum og kaupir leikmanninn á 40 milljónir punda. Þrátt fyrir ungan aldur var Gray í algjöru lykilhlutverki hjá Leeds sem hafnaði í þriðja sæti í næstefstu deild.
Leeds kaupir Joe Rodon frá Tottenham á tíu milljónir punda en mörg félög selja leikmann í hina áttina til að komast undan Financial Fair Play-reglunum.
🚨⚪️ Archie Gray to Tottenham, here we go! Agreement in principle between all parties involved, waiting to sign docs.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 1, 2024
Spurs are set to pay fee around £40m, long term deal for Gray who’s accepted to join #THFC.
🔁 Joe Rodon to join #LUFC in separate transaction around £10m. pic.twitter.com/o26zYyXxRJ