Gray fer til Tottenham

Archie Gray er á leið til Spurs.
Archie Gray er á leið til Spurs. AFP/Adrian Dennis

Miðjumaður Leeds United, Archie Gray skrifar undir hjá Tottenham á næstunni en úrvalsdeildarliðið hefur náð samkomulagi við leikmanninn og félag hans samkvæmt félagskiptainnherjanum Fabrizio Romano.

Gray var nálægt því að ganga til liðs við Brentford en Tottenham tróð sér fram fyrir nágranna sína í Lundúnum og kaupir leikmanninn á 40 milljónir punda. Þrátt fyrir ungan aldur var Gray í algjöru lykilhlutverki hjá Leeds sem hafnaði í þriðja sæti í næstefstu deild.

Leeds kaupir Joe Rodon frá Tottenham á tíu milljónir punda en mörg félög selja leikmann í hina áttina til að komast undan Financial Fair Play-reglunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert