Manchester United ræður yfirmann knattspyrnumála

Dan Ashworth er mættur til Manchester United.
Dan Ashworth er mættur til Manchester United. AFP/Niklas Halle'n

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur náð samkomulagi við Newcastle United um kaupverðið á Dan Ashworth. Ashworth verður yfirmaður knattspyrnumála.

Newcastle sendi Ashworth í leyfi frá störfum eftir að upp komst um viðræður hans við Manchesterliðið í febrúar á þessu ári og kröfðust greiðslu fyrir krafta hans upp á tuttugu milljónir punda.

Ekki er vitað hversu mikið Manchester United borgaði fyrir Ashworth en hann er stórt púsl í endurskipulagningu félagsins sem leidd er af minnihlutaeigandanum Jim Radcliff.

Ashworth er ætlað að koma skikki á leikmannamál United en félagið hefur eytt ótæpilegum fjárhæðum miðað við árangur liðsins í deild og Evrópu undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert