Hollenska knattspyrnukonan Vivianne Miedema er á leiðinni til Manchester City.
Miedema yfirgaf Arsenal fyrr í sumar eftir sjö ára veru hjá liðinu en hún skoraði 125 mörk í 172 leikjum fyrir félagið.
Medema er 27 ára gömul og varð Evrópumeistari með Hollandi sumarið 2017.
Skysports greinir nú frá því að Miedema er við það að ganga í raðir Manchester City en hún kom til baka eftir erfið meiðsli á síðustu leiktíð.
City-liðið hafnaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.