Englandsmeistari til óvænts liðs

Fran Kirby fagnar marki með Chelsea.
Fran Kirby fagnar marki með Chelsea. AFP/Darren Staples

Enski knattspyrnukonan Fran Kirby hefur skrifað undir samning hjá Brighton. 

Kirby gengur til liðs við Brighton frá Englandsmeisturum Chelsea en hún spilaði 205 leiki og skoraði 115 mörk fyrir Chelsea á níu árum hjá félaginu. 

Kirby, sem er 31 árs, hefur þá unnið 14 titla með Chelsea en hún á að baki 70 landsleiki fyrir England. Þá varð hún Evrópumeistari sumarð 2022. 

Brighton hafnaði í níunda sæti ensku deildarinnar á síðasta tímabili og ljóst að Kirby er gríðarlegur liðsstyrkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert