Enski knattspyrnukonan Fran Kirby hefur skrifað undir samning hjá Brighton.
Kirby gengur til liðs við Brighton frá Englandsmeisturum Chelsea en hún spilaði 205 leiki og skoraði 115 mörk fyrir Chelsea á níu árum hjá félaginu.
Kirby, sem er 31 árs, hefur þá unnið 14 titla með Chelsea en hún á að baki 70 landsleiki fyrir England. Þá varð hún Evrópumeistari sumarð 2022.
Brighton hafnaði í níunda sæti ensku deildarinnar á síðasta tímabili og ljóst að Kirby er gríðarlegur liðsstyrkur.