Rooney vill ekki enda eins og gamli liðsfélaginn

Wayne Rooney.
Wayne Rooney. AFP/Glyn Kirk

Wayne Rooney tók við sem knattspyrnustjóri Plymouth Argyle í maí og hélt sinn fyrsta blaðamannafund í dag.

Rooney var rekinn frá Birmingham City eftir lélega frammistöðu og var spurður á blaðamannafundinum af hverju hann ákvað ekki að finna sér vinnu í sjónvarpi í staðinn.

„Ég vil ekki enda eins og Gary Neville,“ sagði Rooney en þeir voru liðsfélagar í Manchester United. 

Rooney gerði þriggja ára samning við Plymouth sem er í B-deild á Englandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert