Ten Hag framlengir við United

Erik ten Hag.
Erik ten Hag. AFP/Ben Stansall

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, framlengdi samning sinn við félagið.

Framtíð Hollendingsins var óviss fyrir nokkrum vikum og forráðamenn félagsins íhuguðu að reka hann, en hættu við það og framlengdu samning hans til ársins 2026 en hann átti að renna út í júní á næsta ári.

Félagið endaði í áttunda sæti í deildinni, sem er lélegasta frammistaða liðsins síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992 en vann Manchester City í bikarúrslitaleiknum.

„Ég er mjög ánægður að hafa náð samningi við félagið um áframhaldandi samstarf. Með því að horfa til baka á síðustu tvö ár getum við verið stolt af tveimur bikurum og framþróun frá því þegar ég kom,“ sagði ten Hag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert