Neita að lána Brasilíumanninn

Lucas Paquetá í landsleik með Brasilíu á dögunum.
Lucas Paquetá í landsleik með Brasilíu á dögunum. AFP/Ian Maule

Enska knattspyrnufélagið West Ham er ekki tilbúið að lána Brasilíumanninn Lucas Paquetá til Flamengo í heimalandinu. 

Til að félagaskiptin geti átt sér stað mun Flamengo þurfa að kaupa Paquetá af West Ham.

Paquetá gæti átt yfir höfði sér langt bann en honum er gefið að sök að hafa reynt að hafa áhrif á fram­vindu eða at­vik í til­tekn­um leikj­um með því að leit­ast eft­ir því að fá vilj­andi gult spjald frá dóm­ar­an­um með þeim óviðeig­andi hætti að hafa áhrif á veðmála­markaðinn, með það fyr­ir aug­um að einn eða fleiri aðilar gætu hagn­ast á veðmál­um.

Enska knattspyrnusambandið hef­ur und­an­farið ár haft til rann­sókn­ar fjög­ur grun­sam­leg gul spjöld sem bras­il­íski landsliðsmaður­inn fékk í leikj­um með West Ham.

Paquetá er með betri leikmönnum West Ham og var á tíma orðaður við Manchester City. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert