SkySports biðst afsökunar á ummælum Nevilles

Gary Neville.
Gary Neville. AFP

SkySports hefur beðið enska knattspyrnufélagið Nottingham Forest afsökunar á ummælum sparspekingsins Gary Neville í garð þess. 

Neville, sem er fyrrverandi leikmaður og fyrirliði Manchester United, hraunaði yfir Nottingham Forest eftir leik liðsins gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í vor. 

Forest gaf frá sér yfirlýsingu eftir leikinn þar sem félagið gagnrýndi dómara leiksins harðlega. Það fór illa í Neville sem las félaginu pistilinn. 

Í dag gaf SkySports frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að stöðin hafi talað við Neville og að hann muni ekki nota slíkan talsmáta aftur. Í leiðinni bað SkySports Nottingham Forest afsökunar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert