Slot: Fæ lið fullt af sigurvegurum

Arne Slot.
Arne Slot. AFP/Bart Stoutjesdijk

Arne Slot fór á sinn fyrsta blaðamannafund sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool í dag.

Jurgen Klopp fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool átti mjög farsælan tíma með liðinu og var mjög vinsæll meðal aðdáenda liðsins.

„Þetta er stórt skarð til að fylla en ég fæ lið sem er fullt af sigurvegurum. Ein af ástæðunum fyrir því að ég kem hingað er að við erum með mjög góðan hóp.

Sem knattspyrnustjóri viltu vera með lið sem er með góða leikmenn sem eiga möguleika á því að vinna titla. Sagan sýnir að það er möguleiki fyrir Liverpool að vinna titla.

Ég vil vinna með leikmönnum og þróa þá en ég vil líka vinna og það er möguleiki í þessu félagi til að vinna,“ sagði Slot.

Kloppp fékk Liverpool borg með sér í lið og var mjög vinsæll.

„Það hjálpar að fá borgina með þér í lið en það hjálpar meira að vinna leiki. Ég held að hjá Jurgen var þetta blanda af því.

Ég held að ein af ástæðunum af hverju ég var ráðinn er að við viljum spila svipaðan fótbolta. Við viljum að aðdáendur komi á leikvanginn og sjái liðið spila góðan og orkumikinn fótbolta. Það er það sem ég er að einbeita mér mest á. 

Ef við gerum það vel þá fæ ég líklegast tíma hér og ef ég fæ tíma þá get ég kynnst borginni betur,“ sagði Slot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert